Menntun er ofmetin

Menntun er ofmetin. Það er staðreynd. Hvað hefur sá sem vinnur á kassa í verslun að gera við stúdentspróf? Eða sá sem vinnur niður í tolli að skoða einhverja pappíra og skrifa svo inn í einhvað forrit það sem stendur á þeim? Það þarf reyndar háskólapróf í það! Ég veit um dæmi að kona var ráðinn í þetta starf áður en þessi menntahroki, já, menntahroki, var kominn í samfélagið, hún er ennþá að vinna þarna, og sinnir bara sínu starfi. Endar ekki með því að það þurfi stúdentspróf við að keyra bíl? Nei, bara segi svona! Sá sem vinnur á kassa í verslun, hvern fjandann hefur hann að gera við stúdentspróf? Hann þarf ekki einusinni að kunna plús og mínus, því þar er tölva sem reiknar allt fyrir hann. Þegar þú skoðar atvinnuauglýsingar, þá er nærrum því í öllum auglýsingunum farið fram á háskóla eða stúdentspróf. Afhverju erum við með þennan menntahroka? Sá sem er ómenntaður getur alveg verið góður starfskraftur þó hann hafi ekki stúdents eða háskólapróf! Sá sem er búinn að fara í háskóla og búinn með stúdent, getur líka verið slæmur í vinnu. Ég er ekki að segja að allir sem eru eitthvað menntaðir séu bara aumingjar sem kunna ekki að vinna. Alls ekki, það sem ég er að fara með þessu, er það að við, Íslendingar þurfum að losa okkur við þennan menntahroka.

Hinsvegar, störf sem krefjast sérkunnáttu, þá er ég að tala um t.d. tölvunarfræðinga, rafvindavirkja, rafvirkja, lögfræðinga og þessháttar. Svona sérhæf störf. Þá skiptir menntun að sjálfsögðu máli. þessvegna, er menntun ofmetið fyrirbæri. Menntun er ekkert annað en undirbúningur fyrir vinnumarkaðinn. Hún er ekki ávísun á há laun. Hjúkrunarfræðingar sem dæmi, háskólagengið fólk. Sá sem menntar sig ekki er ekki einhver sem kann ekki neitt og veit ekki neitt. Kannski hefur hann mikla reynslu á eitthverju sem hann er að fara vinna við, kannski er hann bara hörkuduglegur starfskraftur.... fer bara eftir manneskjunni sem slíkri....EKKI hvað hún hefur mikla menntun!


Höfundur

Arnar Freyr Kristinsson
Arnar Freyr Kristinsson
Er nemandi í Flensborgarskóla. Fæddur 1997, karlmaður. Áhugamálin mín eru hjólreiðar og forritun.

Eldri færslur

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband